Nýjast á Local Suðurnes

Vilja setja 200 milljónir króna í Grindavíkurveg

Fjárlaganefnd hefur skilað áliti sínu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, en meiri hluti nefndarinnar leggur meðal annars til aukningu á framlagi til umferðaröryggismála.

Í frumvarpinu er þó nokkur aukning til samgöngumála, en ríkisstjórnin lagði til að framlög til samgöngumála yrðu aukin um 2,5 milljarða króna á næsta ári, þar af fari um 600 milljónir króna til framkvæmda á Reykjanesbraut.  Meiri hluti fjárlaganefndar bætir þó um betur og gerir tillögur til frekari breytinga og leggur til 200 milljóna króna hækkun, sem nýtt yrði til endurbóta á Grindavíkurvegi vegna umferðaröryggismála.