Nýjast á Local Suðurnes

WOW-air pantar þotur – Geta flogið beint til Asíu frá Keflavíkurflugvelli

WOW air hefur pantað sjö nýjar farþegaþotur af gerðinni Airbus sem munu bætast við flotann, á næstu misserum. Um er að ræða fjórar nýjar Airbus A330-900neo þotur, auk tveggja Airbus A321 þotua, sem keyptar eru beint frá verksmiðjum Airbus. Að auki eina hefur fyrirtækið pantað eina A321neo þotu til viðbótar.

Airbus A330-900neo þoturnar munu hafa flugþol up á 9.750 kílómera og gætu því flogið frá Keflavíkurflugvelli til Hong Kong, Honolulu eða til Lima í Perú.

Flugfloti WOW air samanstendur í dag af 12 þotum en fyrir lok þessa árs mun fjöldi vélanna fara upp í 17 þotur en með nýju pöntuninni sem WOW air tilkynni um á dögunum mun félagið eiga von á því að vera komið með 24 þotur í flotann árið 2018.