Nýjast á Local Suðurnes

Yfir 20 frávik skráð vegna verksmiðju USi – Sjáðu ítarlegt bréf UST hér!

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Umhverfisstofnun sendi forráðamönnum United Silicon bréf, þann 24. ágúst síðastliðinn, sama dag og íbúafundur var haldinn í Stapa á vegum Andstæðinga stóriðju í Helguvík, þar sem fyrirtækinu var tilkynnt um áform um stöðvun rekstrar kísilversins.

Í bréfinu er United Silicon meðal annars tilkynnt að rekstur verksmiðjunnar í Helguvík verði stöðvaður þann 10. september næstkomandi hafi fyrirtækinu ekki tekist að klára þær úrbætur sem Umhverfisstofnun hefur farið fram á að gerðar verði á verksmiðjunni.

Í bréfinu eru taldar upp þær úrbætur sem fyrirtækið þarf að klára, en þær snúa meðal annars að reykhreinsivirki, lyktarmengun og geymslu spilliefna, svo eitthvað sé nefnt.

Bréf Umhvefistofnunnar má finna hér.