Nýjast á Local Suðurnes

Óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu aflýst

Óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall sem staðið hefur yfir síðan í desember hefur verið aflýst.

Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum.

Þá segir að jarðskjálftahrinan hafi verið snörp og að um níutíu jarskjálftar yfir þrír að stærð hafi mælst og tólf yfir fjórir að stærð.

Almannavarnir ítreka þó að varhugavert geti verið að fara inn á hraunbreiðuna við Geldingadali og að gígum. Töluverðan tíma geti tekið fyrir hraun að kólna og yfirborð og gígar séu enn óstöðugir. Þá geti myndast hætta á svæðinu vegna söfnunar gass vegna afgösunar hraunsins, sem búist er við að haldi áfram um nokkurt skeið.