Nýjast á Local Suðurnes

Meðalaldur á Suðurnesjum er lægstur í samanburði við aðra landshluta

Laun 12% undir landsmeðaltali

Á Suðurnesjum bjuggu 22.026 í árslok 2014 samanborið við 21.560 í árslok 2013 og fjölgaði íbúum því um 2,2%, er það mesta fjölgun allra landshluta á árinu. Fjölgun varð í öllum aldursbilum en mest þó í elstu aldurshópunum yfir 60 ára. Þetta kem­ur fram í ár­bók versl­un­ar­inn­ar 2015, sem kom út í ní­unda sinn á dögunum.

Suðurnes eru ásamt höfuðborgarsvæðinu þeir landshlutar þar sem áberandi hærra hlutfall íbúa eru á aldursbilinu 20-29 ára en í aldursbilinu fyrir neðan, 10-19 ára. Líklegt verður að telja að þetta útskýrist að hluta til af aðgengi að háskólum og nemendagörðum þeim tengdum.

Meðalaldur Suðurnesjabúa er lægstur í samanburði við aðra landshluta eða 35,37 ár borið saman við 37,45 ár að meðaltali á landsvísu. Launatekjur á Suðurnesjum árið 2012 voru 3.640 þúsund krónur á mann, 12% undir landsmeðaltali en skýrast lágar launatekjur á Suðurnesjum að hluta til af miklum fjölda námsmanna í landshlutanum.