Nýjast á Local Suðurnes

Piltur tekinn tvívegis réttindalaus á bifhjóli

Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ungan mann á bifhjóli á Njarðvíkurbraut í fyrradag. Hann reyndist ekki hafa ökuréttindi á hjólið og þar sem hann var undir 18 ára aldri var forráðamönnum og barnavernd gert viðvart um málið. Var þetta í annað sinn sem lögregla hafði afskipti af piltinum af þessum sökum.

Þá hafa um 30 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur það sem af er vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 165 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.  Enn fremur voru óvenju margir ökumenn staðnir að því að leggja bifreiðum sínum ólöglega eða að virða ekki stöðvunarskyldu.