Nýjast á Local Suðurnes

Töluvert af ábendingum og athugasemdum vegna breytinga á strætóleiðum

Reykjanesbæ hefur borist töluvert af athugasemdum og ábendingum frá bæjarbúum vegna breytinga á leiðakerfi strætó, sem tók gildi þann 6. janúar síðastliðinn.

Þetta staðfesti Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjanesbæjar, í svari við fyrirspurn Suðurnes.net. Guðlaugur segist fagna því enda hafi verið kallað eftir ábendingum. Þá segir Guðlaugur það vera stefnu Reykjanesbæjar að auka tíðni í almenningssamgöngum og að þessar breytingar séu liður í því og bendir jafnframt á að verið sé að stórbæta kerfið með því að hefja akstur fyrr á morgnana og aka lengur fram á kvöld auk þess sem bætt hafi verið við akstur um helgar.