Nýjast á Local Suðurnes

Óska eftir því að sveitarfélögin kaupi hlut í skólahúsnæði

Keilir hefur óskað eftir viðræðum við sveitarfélög á Suðurnesjum þar sem kannaðir yrðu möguleikar á því að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (S.S.S.) kaupi tæplega helmings hlut í skólahúsnæði Keilis.

Málið var rætt á stjórnarfundi S.S.S., en þar kom fram að sambandið hafi ekki heimild samkvæmt samþykktum til að skuldbinda aðildarsveitarfélögin fjárhagslega án samþykkis þeirra. Stjórnin lagði til að bæjarráð allra aðildarsveitarfélaga sambandsins fundi ásamt framkvæmdastjóra Keilis til að fara yfir erindið. Fram kom í fundargerð S.S.S. að Keilir hafi hug á að selja sveitarfélögunum 40% hlut í húsnæðinu.