Nýjast á Local Suðurnes

Bannað að leggja bílum við Suðurstrandarveg

Ákvörðun hefur verið tekin um að aflétta einstefnuakstri um Suðurstrandarveg til austurs frá Grindavík. Samhliða þessari afléttingu hefur Vegagerðin sett upp umferðarskilti um lækkaðan hámarkshraða, auk þess sem bann hefur verið lagt við lagningum bifreiða við Suðurstrandarveg.

Öllum bifreiðum verður beint á bifreiðastæði sem útbúin hafa verið í grennd við upphafsstað gönguleiðar. Áætlað er að bifreiðastæði sem útbúin hafa verið, geti tekið við um 1000 bifreoðum, segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum.