Nýjast á Local Suðurnes

Skessuhellir lokaður vegna viðgerða

Mynd: Skjáskot Já.is

Skessuhellir í Gróf verður lokaður næstu daga vegna viðgerða. Mikið tjón varð á hellinum, göngustíg og lýsingu í óveðrinu á dögunum.

Komið hefur í ljós að óveðrið síðastliðinn föstudag olli talsverðum skemmdum við og í Skessuhelli og verður hellirinn því lokaður á meðan að viðgerð stendur yfir.

Sjór sem gekk upp á land hreinsaði burt mikið af jarðvegi og því er göngustígurinn upp við hellinn úr lagi genginn og beinlínis hættulegur.

Tilkynning verður send út um leið og hellirinn opnar að nýju, segir á vef Reykjanesbæjar.