Nýjast á Local Suðurnes

Um 50 aflandsfélög í gagnagrunni Panamaskjala með heimilisfang í Garði

Opnað var fyrir aðgang að gagna­grunni sem geym­ir upp­lýs­ing­ar úr Panama-skjöl­un­um í dag, en þar er að finna upp­lýs­ing­ar um 200 þúsund af­l­ands­fé­lög sem pana­míska lög­fræðistof­an Mossack Fon­seca aðstoðaði við að stofna. Gagnagrunnurinn er þannig upp settur að hægt er að leita eft­ir nafni lands og þá koma í ljós nöfn af­l­ands­fé­laga, eftir að það hefur verið gert er hægt að leita eftir nöfnum eigenda, nöfnum þriðja aðila sem aðstoðaði við stofnun félaganna og heimilsföngum.

46 félög sem koma fyrir í gagnagrunni Panamaskjalanna eru með heimilisfang skráð við Skólabraut í Garði, engin bein tenging er við Ísland að öðru leiti – Fyrirtækin sem skráð eru við Skólabraut í Garði eru flest skráð í gegnum Samoaeyjur í Suður-Kyrrahafi, Bresku Jómfrúreyjarnar og Sviss.