Nýjast á Local Suðurnes

Jón Ásgeir og félagar kaupa hlut í Samkaup

Verslun Nettó við Krossmóa

Fjár­festinga­fé­lagið SKEL hefur keypt 5% eignar­hlut í mat­vöru­keðjunni Sam­kaup hf. af KEA. Eftir kaupin er SKEL fimmti stærsti hlut­hafi Sam­kaupa en Kaup­fé­lag Suður­nesja er stærsti hlut­hafinn með 51,3% hlut. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins.

Jón Ásgeir Jóhannesson, stofnandi Bónus, er stjórnarformaður hjá fjárfestingafélaginu og einn stærsti hluthafi þess ásamt eiginkonu sinni.

Sam­kaup rekur um sex­tíu smá­vöru­verslanir um land allt þar á meðal verslanir Nettó, Kram­búðina, Kjör­búðina og Iceland og eru höfuðstöðvar fyrirtækisins í Reykjanesbæ.