Nýjast á Local Suðurnes

Keilir kennir gröfumönnum

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Vinnuverndarskóli Íslands mun á næstu misserum hefja kennslu á grunnnámskeiði vinnuvéla. Það veitir réttindi á allar stærðir og gerðir vinnuvéla sem eru réttindaskyldar auk brúkrana sem ekki eru réttindaskyldir.

Fyrirkomulag námsins

Opnað verður fyrir námskeiðið þann 23. júní næstkomandi. Hægt er að skrá sig í námið strax í dag og hefja nám hvenær sem er frá þeim degi.

Þátttakendur geta lagt stund á námið á sínum hraða og þannig hentar námskeiðið vel með vinnu. Ljúka þarf námskeiðinu innan tveggja mánaða eftir að skráning hefur borist, en reikna má með í það minnsta 10-12 dögum að lágmarki. 

Námskeiðið er aðgengilegt öllum sem náð hafa 16 ára aldri en til þess að geta fengið fullgild vinnuvélaréttindi verður viðkomandi að vera orðinn 17 ára og hafa bílpróf.

Öll námskeið Vinnuverndarskólans eru kennd í vendinámi og mun námið því vera að mestu leyti gagnvirkt. Nemandi horfir á fyrirlestra, les ítarefni, horfir á myndbönd og leysir verkefni. Hægt er að horfa á hvern hluta eins oft og hver einstaklingur þarf eða vill. Til þess að komast áfram í námskeiðinu þurfa nemendur reglulega að standast krossapróf en því lýkur með upprifjun og krossaprófi sem fer fram í kennslustofu á vegum Vinnuverndarskóla Íslands. Námskeiðið fylgir námsskrá Vinnueftirlitsins.

Þátttakendur geta hafið verklegt nám á allar gerðir réttindaskyldra vinnuvéla undir leiðsögn leiðbeinanda sem hefur kennsluréttindi að námskeiði loknu. Þegar verklegri þjálfun er lokið er óskað eftir prófdómara fram Vinnueftirlitinu, en öll verkleg þjálfun og próf fara fram á vinnustöðum nemenda.

Uppbygging námskeiðs

Kynning

  1. Lög, reglur og reglugerðir
  2. Vinnuverndarstarf og öryggismál
  3. Hávaði, lýsing og hættuleg efni
  4. Félagslegur og andlegur aðbúnaður, einelti og áreitni
  5. Eðlisfræði, vökvafræði, ásláttarbúnaður, hífivírar, stöðugleiki og flutningur vinnuvéla
  6. Vélfræði, rafgeymar og hleðsluklefar fyrir rafgeyma
  7. Lyftarar og lyftitæki í skráningarflokkum J og K, meðferð á vörubrettum og vörum
  8. Jarðvinnuvélar í skráningarflokkum E, F, G, H, I og öryggi við skurðgröft
  9. Kranar: Byggingakranar A, hleðslukranar, vökvakranar og grindarbómukranar B og hleðslukranar P, brúkranar C, steypudælukranar og körfukranar D, hífivírar, stuðningsfætur, fjarstýringar krana, að hífa fólk með krana og merkjakerfi fyrir kranastjórn
  10. Útlagningarvélar, fræsarar og valtarar í skráningarflokkum L og M

Upprifjun og próf fer fram í kennslustofu. Fyrstu prófin eru fyrirhugað þriðjudaginn 7. júlí og þriðjudaginn 11. ágúst í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.

FREKARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNINGU ER AÐ FINNA HÉR