Nýjast á Local Suðurnes

Handteknir eftir að hafa “læðupokast” við fíkniefnasölu

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo karlmenn í síðustu viku eftir að lög­reglu­maður á frívakt veitti því at­hygli að þeir lögðu bíl sín­um við hlið ann­ars bíls en báðir voru án skrán­ing­ar­núm­era og voru þeir að “læðupokast við að flytja eitt­hvað milli bif­reiðanna,” seg­ir í til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um. Í kjöl­farið mætti lög­regla á  vett­vang og hand­tók menn­ina. 

Við leit í sum­ar­bú­stað og tveim­ur bif­reiðum fann lög­regla um­tals­vert magn af kanna­bis­efn­um og á fimmta hundrað þúsund í pen­ing­um sem tal­in eru vera ágóði af fíkni­efna­sölu.

Við leit í bif­reið þeirra fund­ust kanna­bis­efni í neyslupakkn­ing­um í hólfi í aft­urstuðara henn­ar. Und­ir núm­ers­lausu bif­reiðinni fannst svo enn meira kanna­bis sem komið hafði verið fyr­ir þar til geymslu.

Mönn­un­um var sleppt að lok­inni skýrslu­töku og sæta þeir til­kynn­inga­skyldu.