Nýjast á Local Suðurnes

Grannaslagur í kvennaboltanum í kvöld

Fyrsti heimaleikur Keflavíkur í knattspyrnu á þessu tímabili er grannaslagur gegn Grindavík. Leikurinn fer fram á Nettó-vellinum í Keflavík í kvöld klukkan 20:00.

Það má búast við skemmtilegum leik tveggja góðra liða, en bæði lið hafa byrjað Íslandsmótið af krafti, Keflavík með 2 – 1 sigri á Álftanesi og Grindavík lagði Gróttu að velli 9 – 0.