Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi meiddist og missti af kveðjuleiknum

Arn­ór Ingvi Trausta­son, landsliðsmaður í knatt­spyrnu, hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Norrköping, hann var ekki í leik­manna­hópn­um gegn Elfs­borg í gær, en leikurinn sem átti að vera kveðjuleikur Arnórs Ingva, endaði með markalausu jafntefli. Hann hef­ur því leikið sinn síðasta leik fyr­ir fé­lagið en hann samdi við aust­ur­ríska liðið Rapid Vín á dög­un­um.

Arn­ór Ingvi skilur við Norrköping í öðru sæti deildarinnar, en hann missti af síðustu tveim­ur leikj­um Norr­köp­ing vegna smá­vægi­legra meiðsla. Hann var hvíld­ur gegn Elfs­borg í gær en hann er á leið til Nor­egs þar sem hann hitt­ir ís­lenska landsliðshóp­inn og und­ir­býr sig fyr­ir Evr­ópu­mótið sem fer fram í Frakklandi í næsta mánuði.