Nýjast á Local Suðurnes

Logi verður áfram hjá Njarðvíkingum

Einn öflugasti körfuknattleiksmaður landsins, Logi Gunnarsson hefur hefur framlengt samning sinn við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Logi hefur síðustu ár verið fyrirliði liðsins og leikið afar vel, hann lék til að mynda óaðfinnanlega handarbrotinn í úrslitakeppninni.

„Með endurráðningu Loga kristallast hið eina sanna Njarðvikurhjarta. Hann hefði getað sótt í stærri samning annars staðar en kaus að gera það ekki. Við höfum verið nálægt stærsta sviðinu í tvígang, nánast þefað af gullinu. Til að ná gullinu til okkar er nauðsynlegt að hafa Loga um borð. Hann er verðugur stýrimaður Njardvikurliðsins med risavaxið grænt hjarta og um leið sú góða fyrirmynd sem við viljum hafa innan okkar raða. Ég er afar sáttur við þennan víking.“ Segir Gunnar Örlygsson formaður Kkd. Njarðvíkur.