Aukið fjármagn í vetrararþjónustu – Suðurstrandarvegur færður upp um flokk

Lagt verður til aukið fjármagn í vetrarþjónustu og hálkuvarnir á ákveðnum köflum á þjóðvegakerfinu á næstunni í því skyni að bæta umferðaröryggi. Suðurstrandarvegur er færður upp um flokk og fær 5 daga þjónustu í stað tveggja daga áður.
Bæjarstjórn Grindavíkur hefur lengi barist fyrir aukinni þjónustu á veginum, sem liggur á milli Grindavíkur og Þorlákshafnar.
Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og vegamálastjóri hafi að undanförnu kannað með hvaða hætti og hvar helst þarf að bæta þjónustuna og að Vegagerðin hafi áætlað kostnaðinn við þessa auknu þjónustu um 100 milljónir króna. Fyrst um sinn verður reynt að auka þjónustunna með þeim tækjum og mannskap sem þegar er til staðar.