Nýjast á Local Suðurnes

Aukið fjármagn í vetrararþjónustu – Suðurstrandarvegur færður upp um flokk

Lagt verður til aukið fjármagn í vetrarþjónustu og hálku­varnir á ákveðnum köflum á þjóð­vega­kerf­inu á næstunni í því skyni að bæta umferð­ar­ör­yggi. Suð­ur­strand­ar­vegur er færður upp um flokk og fær 5 daga þjón­ustu í stað tveggja daga áður.

Bæjarstjórn Grindavíkur hefur lengi barist fyrir aukinni þjónustu á veginum, sem liggur á milli Grindavíkur og Þorlákshafnar.

Í frétt­ á vef Vegagerðarinnar segir að ráð­herra sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­armála og vega­mála­stjóri hafi að und­an­förnu kannað með hvaða hætti og hvar helst þarf að bæta þjón­ust­una og að Vega­gerðin hafi áætlað kostnaðinn við þessa auknu þjón­ustu um 100 milljónir króna. Fyrst um sinn verður reynt að auka þjónustunna með þeim tækjum og mannskap sem þegar er til staðar.