Nýjast á Local Suðurnes

Tæplega þrjár milljónir farþega fara um KEF í sumar

Keflavíkurflugvöllur er einn af fáum flugvöllum heims sem hafa náð fullri endurheimt farþega eftir heimsfaraldur, en útlit er fyrir að 2,8 milljón farþegar fari um völlinn í júní, júlí og ágúst. Það eru um 400 þúsund fleiri farþegar en sömu mánuði árið 2019.

26 flugfélög fljúga um völlinn þetta sumarið og áfangastaðirnir verða 83 talsins, segir á Facebook-síðu Keflavíkurflugvallar.