Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíski rapparinn Kilo fór á kostum á Secret Solstice hátíðinni

Keflvíski rapparinn Kilo er enginn nýgræðingur þegar kemur að rappi, en hann kom fram á Secret Solstice tónlistarhátíðinni á dögunum og þótti standa sig einstaklega vel. Rapparinn ungi hefur um árabil getið sér gott orð fyrir gott “flæði” og góða textagerð.

Kilo hefur verið iðinn við að skella nýjum lögum á Facebook-síðu sína, en hér fyrir neðan er að finna smá sýnishorn frá þessum hæfileikaríka rappara. Kilo sendi frá sér lagið „Yippee Ki Yay“ fyrr á árinu, í samstarfi við Dusk, en lagið náði töluverðum vinsældum og er einnig að finna hér fyrir neðan. það er greinilegt að Suðurnesin eru að eignast öflugan í fulltrúa íslensku rapp senunni.