Nýjast á Local Suðurnes

Lögðu hald á reiðufé og umtalsvert magn fíkniefna

Ökumaður sem lög­regl­an á Suður­nesj­um stöðvaði ný­verið vegna gruns um að hann æki und­ir áhrif­um fíkni­efna reynd­ist vera með metam­feta­mín og kókaín í tíu smellu­lá­s­pok­um. Einnig fund­ust fíkni­efni á heim­ili manns­ins þar sem hús­leit var gerð að feng­inni heim­ild. Þá voru nær sex­tíu þúsund krón­ur hald­lagðar vegna gruns um að um væri að ræða ágóða af fíkni­efna­sölu. Maður­inn viður­kenndi eign sína á fíkni­efn­un­um við skýrslu­töku.

Þá fannst um­tals­vert magn af kanna­bis­efn­um við hús­leit, sem gerð var að feng­inni heim­ild, í um­dæm­inu. Hús­ráðandi fram­vísaði kanna­bis­efni við komu lög­reglu­manna og við leit fund­ust einnig efni í íbúðinni og bíl­skúr í ýms­um ílát­um. Einnig fannst vigt og mikið magn af smellu­lá­s­pok­um.

Hús­ráðandi játaði eign sína á efn­un­um en neitaði að hafa haft í hyggju að selja þau, seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um.