Nýjast á Local Suðurnes

Mikið vantaði upp á að undirskriftasöfnun um íbúakosningu uppfyllti skilyrði

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Ákvæði um tímasetningu, ábyrgðaraðila, samræmi um spurningar og samráð við bæjaryfirvöld er meðal þess sem ekki var uppfyllt við söfnun undirskrifta á vegum Andstæðinga stóriðju í Helguvík sem afhent var bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ um miðjan febrúar síðastliðinn.

Um 2.700 undirskriftum var safnað frá bæjarbúum. Eigandi kísilverksmiðjunnar leggur að öllum líkindum fram tillögu að breyttu deiliskipulagi í Helguvík í maí eða júní og hefur RÚV eftir Friðjóni Einarssyni, formanni bæjarráðs Reykjanesbæjar, að bæjaryfirvöld meti þá hvort haldin verði íbúakosning um þær breytingar.

Einar M. Atlason, hjá Andstæðingum stóriðju í Helguvík, sagði í samtali við Suðurnes.net að þar á bæ væru menn að skoða málið.