Nýjast á Local Suðurnes

Fjölmennur íbúafundur í Stapa – Biðla til almannavarna að grípa til aðgerða

Vel á þriðja hundrað manns mættu á íbúafund Andstæðinga stóriðju í Helguvík, sem haldinn var í Stapa í gærkvöldi. Boðað var til fundarins vegna írekaðra vandræða kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík.

Á fundinum lýsti fólk meðal annars áhyggjum yfir því að fyrirhugað er að fleiri ofnar verði settir í gang í Helguvík. Aðeins logar á einum ofni í verksmiðju United Silicon en fyrirhugað er að ofnar verksmiðjunnar verði fjórir. Þá er fyrirhugað að aðrir fjórir verði í verksmiðju Thorsil sem áætlað er að opna á sama stað árið 2020.

Á fundinum var samþykkt ályktun um að biðla til almannavarna að grípa til aðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í bænum.