Takmarka aðgang að starfstöðvum lögreglu vegna Covid 19

Umferð í gegnum starfstöðvar Lögreglunnar á Suðurnesjum hefur verið takmörkuð vegna útbreiðslu Covid 19 veirunnar og í kjölfar þess að neyðarstigi hefur verið lýst yfir.
Viðskiptavinir lögreglu eru því beðnir um að senda frekar tölvupóst á sudurnes@logreglan.is eða hringja í síma 444 2200, einnig er hægt að senda skilaboð í gegnum Facebook. Þeim viðskiptavinum sem þurfa tafarlausa aðstoð er bent á að hringja í 112.