Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara keppir á HM í olympískum lyftingum í dag – Fylgstu með í beinni!

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir keppir í dag á heimsmeistaramótinu í olympískum lyftingum sem fram fer í Houston í Bandaríkjunum. Ragnheiður sara hefur keppni klukkan 14 og er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á veraldarvefnum með því að smella hér.

Ragnheiður Sara hefur farið mikinn á árinu, hún lenti til að mynda í þriðja sæti á heimsleikunum í crossfit sem fóru fram í Kaliforníu í sumar og í öðru sæti á Íslandsmótinu í sömu íþrótt, þá lenti Ragnheiður Sara ásamt félaga sínum Lukas Esslinger í öðru á sæti  í crossfitkeppni sem fram fór í Svissnesku Ölpunum, þar sem keppt var við mjög erfiðar aðstæður.

Árangur íþróttakonunnar ungu hefur skilað henni góðum tekjum á árinu. Hún hefur unnið sér inn að minnsta kosti um tólf milljónir króna það sem af er ári auk þess sem árangurinn hefur skilað henni öflugum styrktaraðilum eins og íþróttvörurisanum Nike.