Nýjast á Local Suðurnes

Land rís á ný við Þorbjörn

Niðurstöður jarðskorpumælinga við Þorbjörn sýna að þensla sem veldur landrisi er hafin að nýju.

Landrisið er nú hægara en það sem mældist í lok janúar en virðist eiga upptök á svipuðum slóðum. Líklegasta skýringin er að kvikusöfnun hafi tekið sig upp að nýju, segir í tilkynningu frá Veðurstofu.