Nýjast á Local Suðurnes

Gestrisið Suðurnesjafólk í ferðaþjónustu – Buðu svöngum ferðalöngum í mat

Suðurnesjafólkið Reynir Róbertsson og Ása Fossdal hafa undanfarin ár rekið verslunina og veitingastaðinn  Hólabúð á Reykhólum við góðan orðstír. Þau hjón eru höfðingjar heim að sækja og einmitt því fengu nokkrir svangir ferðalangar að kynnast á dögunum.

Forsaga málsins er sú að ferðalangarnir höfðu leigt sér þyrlu til ferðalags og einn af viðkomustöðunum var Hólabúð þeirra hjóna. Þegar útlendingarnir lentu á við verslunina var veitingastaðurinn hins vegar lokaður og litla þjónustu að fá – Hjónin brugðu þá á það ráð að bjóða svöngum ferðalöngunum í dýrindis máltíð á heimili sínu.

Ferðalangarnir voru ánægðir með matinn og gestrisni þeirra Reynis og Ásu því skömmu síðar fékk Hólabúð frábær meðmæli frá hópnum á ferðavefjum.