Nýjast á Local Suðurnes

Fjör á jólaskemmtun Tjarnarsels – Myndband!

Það er mikið um að vera á leikskólum á Suðurnesjum á þessum árstíma og njóta börnin þess að borða góðan mat og skemmta sér við að dansa í kringum jólatré.

Krakkarnir á leikskólanum Tjarnarseli gerðu sér glaðan dag í gær og gæddu sér á dýrindis lambakjöti og fengu svo ís í eftirrétt ís, auk þess að stíga nokkur spor á dansgólfinu undir stjórn hressra jólasveina sem komu færandi hendi með poka fulla af mandarínum.