Nýjast á Local Suðurnes

Leikskólastjórar vilja stofna ungbarnaleikskóla í Reykjanesbæ

Brynja Aðalbergsdóttir, leikskólastjóri og Halldóra Magnúsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, hafa lýst yfir áhuga á að opna og starfa við ungbarnaleikskóla í Reykjanesbæ. Erindi þess efnis, sem inniheldur grófa verkáætlun, var lagt fram á fundi Fræðsluráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku.

Í verkáætluninni kemur fram að ráðgert sé að veita allt að 50 börnum á frá níu mánaða aldri dvöl á leikskólanum í um 400 fermetra húsnæði. Í áætluninni kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir 13 starfsmönnum við skólann sem settur yrði á laggirnar til þess að auka þjónustu í þessum málaflokki í Reykjanenesbæ og veita börnum og foreldrum þeirra góða og örugga þjónustu í leikskóla með fagfólki