Nýjast á Local Suðurnes

Buster fær síðu á Instagram – Suðurnesjalöggan næst vinsælust á samfélagsmiðlunum

Fíkniefnaleitarhundur lögreglunnar á Suðurnesjum, Buster, hefur fengið sína eigin síðu á samfélagsmiðlinum Instagram. Á síðunni eru birtar myndir og myndbönd af hundinum við leik og störf.

Buster var kynntur til leiks hjá lögreglunni á Suðurnesjum í desember en hann er tæplega tveggja ára gamall Labrador Retriever sem var fluttur inn frá Bretlandi fyrr í sumar. Hann hefur verið í stífri þjálfun og er hann mjög efnilegur í sínu fagi.

Buster er sagður lífsglaður, vinnusamur og mikill orkubolti, en það er einmitt það sem þarf til stefni menn á framtíð sem áhrifavaldar á veraldarvefnum. 

Lögreglan á Suðurnesjum hefur undanfarin ár haldið úti öflugri vakt á samfélagsmiðlunum og er til að mynda næst vinsælasta lögregluembætti landsins á Fésbókinni með um 14.000 fylgjendur og á Instagram hvar um 4.000 manns fylgjast með störfum lögreglunnar. Hér má fylgjast með lögreglunni á Suðurnesjum á Facebook, Instagram og Twitter. Hér geta svo áhugasamir fylgst með nýjasta meðlim lögreglunnar, Buster.

 

 

View this post on Instagram

 

Practice makes perfect 🐶🚔 #workingdog #workingdogsofinstagram #k9 #k9unit #labradorretriever

A post shared by K9 Buster 🐕 (@k9buster_blacklab) on