Nýjast á Local Suðurnes

Launakostnaður vegna bæjarstjóra og bæjarstjórnar um 60 milljónir króna á ári

Launakostnaður vegna bæjarstjóra og bæjarstjórnar Reykjanesbæjar nam 58 milljónum króna á síðasta ári, þar af námu laun bæjarstjórans, Kjartans Más Kjartanssonar tæplega 20 milljónum króna. Kostnaðurinn hækkaði um 0,8% á milli ára í Reykjanesbæ, á meðan hækkun í flestum öðrum sveitarfélögum var um og yfir 10%.

Kjartan Már er því 6. launahæsti bæjarstjóri landsins, með tæplega 1,6 milljón króna á mánuði, samkvæmt úttekt DV á launakjörum kjörinna fulltrúa í nokkrum sveitarfélögum, launahæstur er bæjarstjórinn í Kópavogi með 2,3 milljónir króna á mánuði.

Til samnburðar nam launakostnaður bæjarstjóra og kjörinna fulltrúa í Kópavogi 95 milljónum króna í fyrra og Garðabær og Hafnarfjörður, voru með um og yfir 70 milljónir í launakostnað á síðasta ári.