Nýjast á Local Suðurnes

Töluvert tjón vegna vinda

Lögreglan á Suðurnesjum minnir íbúa á að ganga tryggilega frá lausamunum í umdæminu þegar veðurspá gerir ráð fyrir vindum, en eitthvað var um að tjón hlytist af þegar trampólín og girðingar verktaka fóru á ferðina í nótt.

Frá þessu greinir lögreglan á Fésbókarsíðu sinni og birtir myndir af ferðum sínum í nótt máli sínu til stuðnings.