Nýjast á Local Suðurnes

Málningu skvett á bíla og bifhjól

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gærkvöldi tilkynning þess efnis að búið væri að skvetta málningu á tvær bifreiðar og bifhjól í Vogunum.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang var komið mátti sjá málningu víða á farartækjunum sem öll eru í eigu sama einstaklings. Lögregla rannsakar málið.