Nýjast á Local Suðurnes

Eldsneyti enn langdýrast á Suðurnesjum – Um 15% ódýrara á höfuðborgarsvæðinu

Ódýrasti bensínlítrinn á einu stærsta markaðssvæði landsins, Suðurnesjum, er 199,80 krónur og dísillítrinn er hagstæðastur á 189,80 krónur. Til samanburðar kostar ódýrasta bensínið á höfuðborgarsvæðinu aðeins 171,90 krónur lítrinn og ódýrasti lítrinn af dísil kostar 163,90 krónur.

Ef litið er til höfuðborgarsvæðisins má finna eldsneyti á mun betra verði en á Suðurnesjum. Aðeins munar tæpum sex krónum á lítranum af 95 oktana bensíni hjá Dælunni, nýjum sjálfsafgreiðslustöðvum á vegum N1 á höfuðborgarsvæðinu og Costco, sem opnaði bensínstð sína í Garðabæ fyrr á árinu. Þá munar aðeins 4 krónum á dísillítranum á milli stöðvanna tveggja, en bensínlíterinn kostar 171,9 hjá Costco en 177.80 hjá Dælunni. Dísillítrinn kostar 167,9 kr. hjá Dælunni en 163,9 hjá Costco.

Orkan, sem rekur fjórar stöðvar á Suðurnesjum, býður upp á ódýrasta bensínlítrann á Suðurnesjum, en þar er verðið á lítranum 199.80 krónur, samkvæmt GSM Bensín.is og verð á dísillítranum stendur í 189,80 krónum. Orkan rekur einnig stöðvar undir nafninu Orkan X um allt land, utan Suðurnesjasvæðisins, til dæmis á Akranesi og Egilsstöðum, en þar er lítrinn af bensíni á 180.60 og dísilverðið er 170.80.

Atlantsolía rekur nokkrar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina stöð á Suðurnesjum, ódýrasti bensínlítrinn hjá fyrirtækinu kostar 190.90 á höfuðborgarsvæðinu og af dísil 180.90 krónur, en á Suðurnesjum rukkar fyrirtækið viðskiptavini sína um 202.90 fyrir lítrann af bensíni og 192.90 krónur fyrir lítrann af dísilolíu.

ÓB rekur tvær stöðvar á Suðurnesjum og nokkrar um allt land. Sama verð er á öllum ÓB stöðvum, eða 202.90 lítrinn af bensíni og 192.90 á dísil.

Upplýsingar um verð á eldsneyti um allt land má finna nánast í rauntíma á vefsíðunni GSMBensín.is