Nýjast á Local Suðurnes

Brotist inn hjá Fjölsmiðjunni

Fjölsmiðjan rekur vinsælan nytjamarkað við Smiðjuvelli í Reykjanesbæ

Brotist var inn í húsnæði Fjölsmiðjunnar í nótt. Rúða var brotin og peningum stolið, segir á Facebook-síðu Fjölsmiðjunnar.

Ógæfusamir einstaklingar þurftu greinilega að fá útrás fyrir innri óróa sinn eða senda okkur skilaboð með þessu athæfi. Myndir náðust af atvikinu og hefur lögreglan þær undir höndum.
Lærdómur þessarar reynslu er sá að við munum efla enn frekar myndavélakerfið okkar og aðrar varnir svo við fáum að vinna í friði að uppbyggingu ungmennanna sem starfa hjá okkur um stund.

Það er greinilega öld umbrota á Íslandi núna og við fáum að kenna á því. Að öllu jöfnu ríkir friður um starfsemina okkar og vonandi fáum við aftur frið til að sinna okkar mikilvægu verkefnum.
Ef einhver býr yfir upplýsingum um innbrotið þá biðjum við viðkomandi að snúa sér til lögreglunnar á Suðurnesjum.
Með kveðju,
Starfsfólk Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum, segir á Facebook.