Nýjast á Local Suðurnes

Þó líði ár og öld opnar á laugardag – Sjáðu myndirnar og fylgstu með á Snappinu!

Sýningin Þó líði ár og öld, um söngvarann Björgvin Halldórsson verður opnuð formlega í Rokksafni Íslands, Hljómahöll, laugardaginn 12. nóvember kl. 15:00. Á sýningunni verður farið um víðan völl og fjallað ítarlega um hinar ýmsu hliðar Björgvins. Sýningin tekur við af  sýningu Páls Óskars, Einkasafn poppstjörnu, sem stóð yfir í rúmt ár á sama stað.

Áætlað er að sýningin muni standa yfir í að minnsta kosti eitt og hálft ár. Undirbúningur sýningarinnar hefur staðið yfir í tæplega ár og er óhætt að segja að í mörg horn þurfi að líta þegar viðburður af þessari stærðargráðu er settur upp.

Sýningin opnar sem fyrr segir formlega þann 12. nóvember næstkomandi og eru allir velkomnir. Hægt er að fylgjast með undirbúningnum á SnapChat aðgangi Hljómahallar.

Hér fyrir neðan má finna nokkrar myndir frá undirbúningi sýningarinnar, hægt er að stækka myndirnar með því að smella á þær.

ar og old1