Nýjast á Local Suðurnes

Sofandaháttur ráðamanna ber ekki mikinn vott um vilja til að efla skólastarf

Skólastjórnendur á Suðurnesjum hafa sent frá sér ályktun varðandi þá alvarlegu stöðu sem nú blasir við í grunnskólum landsins verði ekkert að gert í kjaramálum kennara. Í ályktuninni kemur meðal annars fram að skólastjórnendur á Suðurnesjum finni að starfandi kennarar leiti á önnur mið hvað atvinnu varðar, enda hækka laun þeirra flestra við að skipta um starfsvettvang, því sé sífellt erfiðara að ráða menntaða kennara til starfa.

Þá kemur fram í ályktuninni að svo virðist sem sofandaháttur ráðamanna beri ekki mikinn vott um skilning eða vilja til að efla skólastarf, hvað þá til að halda því í horfinu.

Skólastjórnendur á Suðurnesjum benda einnig á í ályktuninni að hér sé ekki um sérmál kennara að ræða heldur brýnt hagsmunamál þjóðarinnar allrar og ekki síst atvinnulífsins í landinu.

Ályktun skólastjórnenda á Suðurnesjum má finna í heild sinni hér.