Enn appelsínugult í kortunum
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir, meðal annars fyrir Suðurnesjasvæðið. Viðvaranir taka gildi klukkan 11 á föstudagsmorgun.
Á Suðurnesjasvæðinu er gert ráð fyrir 18-28 m/s með slyddu og síðar rigningu. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum, auk þess sem að bent er á að mikilvægt sé að hreinsa vel frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.
Reikna má með að veðrið verði afstaðið um miðnætti annað kvöld.