Boða til íbúafundar um stofnun nýs íþróttafélags
Opinn íbúafundur, þar sem rætt verður um stofnun nýs íþróttafélags verður haldinn í Suðurnesjabæ þann 14. janúar næstkomandi..
Fundurinn er tækifæri til að kynna hugmyndina, fá ábendingar og skoðanir frá íbúum og byggja sterkan grunn að íþróttastarfi fyrir framtíðina, segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.
Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 14. janúar næstkomandi, sem fyrr segir og hefst klukkan 19:30 í húsnæði Gerðaskóla að Garðsbraut 90.
Á fundinum verður fjallað um markmið og tilgang nýs íþróttafélags, hvernig íbúar geta tekið þátt í uppbyggingunni ásamt öðrum málum sem við koma nýju íþróttafélagi, segir í tilkynningu.