Nýjast á Local Suðurnes

Magnús Orri íþróttamaður ársins í Suðurnesjabæ

Fimleikamaðurinn Magnús Orri Arnarsson var valinn Íþróttamaður ársins í Suðurnesjabæ. Útnefningin fór fram þann 14. janúar síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Gerðaskóla.

Magnús Orri keppti á árinu á heimsleikum Special Olympics í Abhu Dhabi og stóð sig frábærlega eins og segir í umsögninni sem fylgdi tilnefningu hans.

Íþrótta- og tómstundaráð veitti Sigurði Ingvarssyni einnig viðurkenningu fyrir óeigingjart starf að íþrótta og æskulýðsmálum í Suðurnesjabæ.

Við tilefnið var Ölmu Möller landlækni boðið í heimsókn og undirritaðu hún og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, samning um að Suðurnesjabær gerist Heilsueflandi Samfélag.

Aðrir íþróttamenn sem hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur 2019

  • Ari Steinn Guðmundsson, knattspyrna Víðir
  • Atli Viktor Björnsson, fimleikar
  • Daníel Arnar Ragnarsson, taekwondo
  • Íris Una Þórðardóttir, knattspyrna Keflavík
  • Júlíus Davíð Júlíusson Ajayi, knattspyrna Reynir
  • Kristján Þór Smárason, körfuknattleikur