Nýjast á Local Suðurnes

Leoncie tekur lagið í Reykjanesbæ í kvöld

Indverska prinsessan, Leoncie, ætlar að troða upp í heimabænum Reykjanesbæ í kvöld, 5. janúar. Söngkonan mun koma fram á skemmtistaðnum H30.

Leoncie er þekkt fyrir líflega sviðsframkomu og mun væntanlega hvergi að spara sig á sviði H30. Lög eins og Ást á pöbbnum, Litli sjóarinn, Come On Viktor og Enginn þríkantur hér munu án efa hljóma á staðnum í bland við nýja tónlist.

Hægt er að tryggja sér miða á skemmtunina hér, en miði í forsölu er bæði ódýrari og gefur forgang í röð við innganginn.

Leoncie sló óvænt í gegn á ný á dögunum eftir að myndband af söngkonunni birtist á samfélagsmiðlinum Facebook, en myndbandið sem sjá má hér fyrir neðan hefur fengið um 3,5 milljónir áhorfa og mörg þúsund manns hafa skilið eftir ummæli við færsluna.