Nýjast á Local Suðurnes

Hagnast um 1,5 milljarð – Auka umsvifin í Reykjanesbæ

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf.,  BYGG, hagnaðist um rúmlega 1,5 milljarða árið 2018 samanborið við rúmlega 1,3 árið 2017.

Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið á byggingamarkaði í Reykjanesbæ undanfarin ár en félagið byggir Hlíðarhverfi í sveitarfélaginu. Umsvifin munu aukast í Reykjanesbæ á næstunni þar sem fyrirtækið hefur fest kaup á lóðum undir 81 íbúð á svokölluðum Saltgeymslureit við Hafnargötu.