Nýjast á Local Suðurnes

Framtakssjóður kaupir Plastgerð Suðurnesja og Borgarplast – Sameina rekstur félaganna

Fram­taks­sjóður­inn Umbreyt­ing hef­ur fest kaup á Plast­gerð Suður­nesja ehf. og Borgarplasti hf., en bæði fé­lög­in eru leiðandi í fram­leiðslu á vör­um úr frauði og framleiða meðal annars húsa­ein­angr­un og frauðkassa til út­flutn­ings á fersk­um fiskaf­urðum og öðrum mat­væl­um.

Eft­ir kaup­in mun Umbreyt­ing eiga 78% í sam­einuðu fyr­ir­tæki en aðrir hlut­haf­ar verða Hauk­ur Skúla­son, sem verður fram­kvæmda­stjóri og Sig­ur­geir Rún­ar Jó­hanns­son auk þess sem nú­ver­andi eig­end­ur Plast­gerðar Suður­nesja munu áfram verða í hlut­hafa­hópn­um. Ari­on banki var ráðgjafi kaup­anda, að því er seg­ir á vef mbl.is.

„Verk­efnið er spenn­andi og sjá­um við mörg tæki­færi til að sinna viðskipta­vin­um bet­ur, nýj­um og nú­ver­andi. Við mun­um sam­eina rekst­ur fé­lag­anna fljót­lega og styrkja þau til vaxt­ar, inn­an­lands og er­lend­is, auk þess sem við mun­um fjár­festa í nýj­um vél­um og búnaði og ná þannig fram frek­ari hagræðingu í fram­leiðslu,“ seg­ir Hauk­ur Skúla­son fram­kvæmda­stjóri í til­kynn­ingu.