Nýjast á Local Suðurnes

Næst mest byggt á Suðurnesjum

Innri - Njarðvík

Um 7.000 íbúðir eru þessa dagana í byggingu hér á landi samkvæmt nýjustu upplýsingum. Þær upplýsingar eru byggðar á niðurstöðum átakshóps sem vann tillögur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði fyrir forsætisráðuneytið, mati Samtaka iðnaðarins (SI) á fjölda íbúða í byggingu, gögnum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og gögnum úr fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands.

Af þessum 7.000 íbúðum eru ríflega 5.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Á eftir höfuðborgarsvæðinu eru flestar íbúðir í byggingu á Suðurnesjum eða um 634. Á suðvesturhorninu er verið að byggja flestar íbúðir miðað við mannfjölda og fæstar á Vestfjörðum. Áætlað er að á árunum 2019 og 2020 muni framkvæmdum við rúmlega 6.000 íbúðir ljúka á kjarna- og vaxtarsvæðum, þar af 4.900 á höfuðborgarsvæðinu. Flestar íbúðirnar sem þar eru í byggingu eru 2–4 herbergja og á bilinu 61–120 fermetrar að stærð.