Grindavík á toppinn í 1. deildinni

Grindavík skellti sér á toppinn í fyrstu deild kvenna, en liðið fékk Fjölniskonur í heimsókn á Grindavíkurvöll í gær. Grindavíkurstúlkur skoruðu tvö mörk gegn engu gestanna.
Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleiknum reyndist Grindavík sterkara liðið. Linda Eshun skoraði fyrst og Laura Brennan bætti svo við marki tíu mínútum eftir fyrra markið.