Nýjast á Local Suðurnes

Yfir 200 manns boðið starf aftur hjá Airport Associates

Airport Associa­tes mun bjóða 205 af þeim 315 starfsmönnum sem sagt var upp í síðustu viku nýj­an ráðning­ar­samn­ing. Sigþór Krist­inn Skúla­son, for­stjóri fé­lags­ins, staðfesti þetta í samtali við mbl.is og seg­ir að þetta hafi verið eina leiðin þar sem breyt­ing­arn­ar í kjöl­far gjaldþrots WOW air hafi breytt vakta­töfl­um og starfs­hlut­falli.

„Það stóð alltaf til að ráða aft­ur fólk, það var vitað að stór hluti fengi boð um áfram­hald­andi stöf,“ seg­ir Sigþór, en hjá fé­lag­inu starfa um 400 manns í dag. „Það er gjör­breytt­ur vinnu­tími og vakt­ir og í því felst að marg­ir fá boð um minna starfs­hlut­fall,“ seg­ir hann og bæt­ir við að með því að minnka starfs­hlut­fall gef­ist þeim kost­ur á að bjóða fleir­um að halda starfi sínu. „Með því vilj­um við minnka höggið,“ seg­ir Sigþór.