Nýjast á Local Suðurnes

Björgunarsveitir að störfum á Keflavíkurflugvelli

Miklar aðgerðir standa yfir þessa stundina á Keflavíkurflugvelli þar sem unnið er að því að koma farþegum úr þeim flugvélum sem lentu snemma í morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, en þar segir að Aðgerðir gangi vel en sökum óhagstæðra vinda og veðurskilyrða þarf að beita óhefðbundnum aðferðum. Stórar bifreiðar eru notaðar til þess að skýla vindi frá stigabílum sem fá þá tækifæri til þess að leggja upp að vélunum. Þar eru svo fulltrúar frá björgunarsveitunum að störfum við að leiða farþega út úr vélunum og í rútur, segir í tilkynningunni.