Breytingar á kísilverksmiðju leiði til betri dreifingar útblástursefna

Skipulagsstofnun hefur birt álit vegna fyrirhugaðrs endurbóta, endurræsingar og stækkun kísilverksmiðjunnar í Helguvík.
Í áliti stofnunarinnar kemur fram að fyrirhugaðar breytingar komi til með að fækka tilvikum þar sem ljósbogaofn er stöðvaður og stytta tíma sem hann keyrir á skertu afli. Þá eru áform um að losa útblástur um skorsteina en ekki um rjáfur síuhúss, sem bætt var við vegna aðfinnslu Umhverfisstofnunar, líkleg til að leiða til mun betri dreifingar útblástursefna, stöðugri reksturs verksmiðjunnar og stuðla að bættum loftgæðum frá því sem áður var.
Engu að síður er það álit stofnunarinnar að áhrif við rekstur 1. áfanga, þ.e. eins ljósbogaofns, verði nokkuð neikvæð og áhrif fullrar framleiðslu fjögurra ofna talsvert neikvæð.