Nýjast á Local Suðurnes

Leita álits hjá ráðuneyti um framkvæmd hugsanlegrar íbúakosningar

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ leita nú álits hjá sveitarstjórnarráðuneytinu um framkvæmd hugsanlegrar íbúakosningar vegna starfsemi kísilvera í Helguvík. Undirskriftir 20% bæjarbúa þarf til að knúa kosningu fram, en ekki er þar með sagt að af henni verði.

Á þriðja þúsund manns skrifuðu undir í söfnuninni á veraldarvefnum, en þeirri kosningu lauk á dögunum. Enn er hægt að skrifa undir á pappír, en söfnunarblöð liggja frammi í nokkrum verslunum á Suðurnesjum.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að sveitarstjórn leiti álits ráðuneytisins áður en lengra er haldið.