Nýjast á Local Suðurnes

Engin kennsla í FS – Fjarkennsla þar sem því verður komið við

Þar sem hvorki verður heitt né kalt vatn á skólanum næstu daga þá verður hann lokaður með öllu og engin kennsla getur farið fram í skólanum sjálfum, þetta kemur fram í tilkynningu.

Kennarar munu reyna að halda úti fjarkennslu á Innu/Teams/Zoom þar sem því verður við komið. Kennarar munu senda út póst til nemenda með nánari upplýsingum um fyrirkomulag kennslunnar.

Fylgist vel með pósti næstu daga.

Við reynum í sameiningu að láta þetta ástand hafa sem minnst áhrif á okkur og höldum ótrauð áfram.

Með kærri kveðju,
Stjórnendur

Since there will be no hot or cold water in the school for the next few days, it will be closed completely and no teaching can take place in the school itself.

Teachers will try to teach classes on Inna/Teams/Zoom where possible. Teachers will send out an e-mail to students with more detailed information about the arrangement of lessons.

Please check your e-mail regularly in the next few days.

We all need to work together to let this situation affect us as little as possible and we continue to work and study as best we can.

Best wishes,
School Administrators